Nýtt skóla- og frístundasvið

Heildstæð þjónusta við börn og ungmenni – Nýtt skóla- og frístundasvið

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í júní 2011 að sameina menntasvið. leikskólasvið og tómstundaskrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs í nýtt svið, sem fékk nafnið skóla- og frístundasvið (skammstafað SFS). Nýtt svið tók í framhaldinu til starfa þann 12. september síðastliðinn. Ragnar Þorsteinsson var ráðinn sviðsstjóri, en hann starfaði áður sem fræðslustjóri Reykjavíkur.

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs er í Borgartúni 12-14.

Skóla- og frístundasvið ber ábyrgð á þjónustu leikskóla og dagforeldra, grunnskóla, frístundaheimila, frístundamiðstöðva, frístundaklúbba og félagsmiðstöðva. Skólahljómsveitir og Námsflokkar Reykjavíkur heyra einnig undir sviðið. Þá sér sviðið um úthlutun fjármagns til sjálfstætt starfandi tónlistarskóla, leikskóla og grunnskóla í borginni. Frekari upplýsingar eru um starfsemi sviðsins eru á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is undir "Skólar og frístundir".

Meginmarkmiðið með stofnun SFS er að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, stuðla að sameiginlegri stefnumótun skóla og frístundamiðstöðva i hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf allra stofnana sem þjóna barnafjölskyldum í borginni.

Starfsfólk nýja sviðsins vinnur nú að stefnumótun í samráði við skóla- og frístundaráð og stjórnendur undirstofnana og tekur hún mið af því að efla samstarf og flæði þekkingar milli allra stofnana til að tryggja sem besta þjónustu. Um áramót er gert ráð fyrir því að endanlegt skipulag á nýju sviði liggi fyrir og verður það kynnt á vef Reykjavíkurborgar. 
 

Comprehensive Services for Children and Youth – Reykjavik City - Department of Education and Youth

City Council of Reykjavik approved in June 2011 to combine the Department of Education (Menntasvið), Department of Pre-schools (Leikskólasvið) and after school and leisure programs for children and youth run by Department of Sports and Leisure (ÍTR) into a new comprehensive service unit Reykjavik City - Department of Education and Youth (Skóla- og frístundasvið, abbreviated SFS). The new department started operation 12 September this year. Ragnar Þorsteinsson has been appointed head of department, who previously served as director of education in Reykjavik.

The office of the new SFS is at Borgartún 12-14, 105 Reykjavík.

SFS is responsible for pre-schools and day care services, elementary schools, afterschool programs, leisure centers and community clubs for youth. The department is also responsible for school bands and adult education. It is also in charge of the allocation of grants to independent music schools, elementary schools and pre-schools in Reykjavik. For further information on the activities of the department go to the website of Reykjavik City: www.reykjavik.is.

The main objective of the establishment of SFS is to ensure comprehensive services for children, youth and their families, to promote joint planning of schools and leisure centers in neighborhoods and increase interdisciplinary collaboration of all agencies that serve families with children in the city.

The staff of the new department is currently working on a strategy in collaboration with the School and Leisure Council and the management of education and leisure institutions. In this work the focus is on the strengthening of cooperation and flow of knowledge between all agencies to ensure the best possible service. The final structure of the new department will be presented in January 2012 and will be presented on Reykjavik City website: www.reykjavik.is.

___________________________

 

 

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst