Leikskólinn Austurborg tók til starfa 1. júlí 1974 og er við Háaleitisbraut 70 við hliðina á Grensárkirkju og bak við Austurver. Hann er fjögurra deilda með 93 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára. Yngri börnin eru á Putalandi og Bangsalandi en eldri börnin á Ólátagarði og Kattholti.
Leikskólinn starfar i anda Reggio–Emilia uppeldisstarfsins,Leikur að læra og leggur áherslu á uppgötvunarnám í gegn um skapandi starfi. Í gegnum sköpun og listgreinar er gott að ná til barna, hvort sem um er að ræða vinnu með tónlist, myndlist, leikræna tjáningu eða skapandi hugsun. Við notum opnar spurningar því þær gefa börnum tækifæri til að skoða og kanna svör sín. Skynjun er börnum mikilvæg til að geta tengt hluti og atburði fyrri reynslu og gefum við því börnum færi á að gera sem mest sjálf.