Bjarnastaðabeljurnar,
Þær baula mikið núna.
Þær eru að verða vitlausar
Það vantar eina kúna.
Það gerir ekkert til.
Það gerir ekkert til.
Hún kemur um miðaftansbil.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið gleymdu´ ei mér.
Væri ég fleygur fugl,
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt,
eitt og sama skrifa,
á hagan grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa!
(Hannes Hafstein)
Háaleitisbraut 70, 105 Reykjavík
553 8545
austurborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning | Bakendi