Putaland

Deildarstjóri: Margrét Þóra
Fjöldi nemenda er 22 (11 strákar og 11 stelpur) og fjöldi starfsmanna er 4,5.

Putaland er yngsta deildin í Austurborg, í vetur eru þar börn fædd árin 2014 og 2015.

Markmið:

 • Að börnunum líði vel og séu örugg.
 • Einkunarorð - Vil - Get - Kann

Uppeldisfræðilegar skráningar:

 • Að allar skráningar séu settar upp á vegg í hæð barnana.
 • Ein uppeldisleg skráning fyrir hvert barn.
 • Starfsmenn sem hafa áhuga gera skráningar.

Efniviður:

 • Að bjóða uppá fjölbreyttann og óhefbundinn efnivið.
 • Að leyfa eifniviðnum að þróast eftir áhuga barnanna.

Umhverfið:

 • Að leyfa umhverfinu að þróast efir áhuga barnahópsins.
 • Að börnin kynnist nánasta umhverfi.

Leiðir að markmiðum.

 • Að sýna börnunum þolinmæði, vera dugleg að hrósa þeim, veita þeim öryggi, sýna þeim væntumþykju, dansa, syngja og hafa gaman.
 • Við ætlum að skoða nánasta umhverfi barnsins, þ.e að börnin kynnist leikskólanum sínum og nánasta umhverfi í kringum hann.

Til að auka þekkingu barnanna ætlum við að auka:

Vitsmunaþroska og málþroska:

 • Þetta gerum við t.d með því að syngja með börnunum, hlusta á tónlist og lesa sögur.

Hreyfiþroska:

 • T.d að hlaupa, kasta bolta, grípa bolta, klifra, hoppa, dansa,skríða,herma eftir dýrum.

Félagsþroska:

 • T.d í frjálsum leik, í samverustundum og deila hlutum

Tilfinningaþroski:

 • T.d með hrósi og hvatningu

Sköpunarþroska:

 • Virkja börnin í að mála/teikna og kynna fyrir þeim mismunandi efnivið

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst