Kattholt 2014-2015

Á Kattholti eru 31 barn öll fædd 2009.

Deildarstjóri er Ágústa Dóra Kristínardóttir

Dagskipulag: Hér getið þið skoðað dagskipulag deildarinnar.

Hópastarf er á mánudögum og þriðjudögum

Kattholt á salinn eftir kaffi á þriðjudögum og miðvikudögum

Á miðvikudögum er tími fyrir vettvangsferðir og annað sem okkur dettur í hug. Einnig munum við fá til okkur danskennslu í janúar og febrúar eftir hádegi.

Á fimmtudögum er hreyfing í salnum og við höfum einnig tónlistarvagninn þann dag

Á föstudögum er listasmiðja. Þá vinnum við meðal annars að þemaverkefninu okkar um vatnið.

Barn vikunar

Eitt barn er í brennidepli. Barnið fær meðal annars að leggja á borð, skipta um handklæði, sitja nær kennara í samverustund, velja lag eða sögu og ýmislegt fleira. Einnig fær það að aðstoða starfsfólk við ýmislegt, s.s. sækja nýjar bækur, spil og púsl.

Gaman væri ef barn vikunnar kæmi með bók eða geisladisk að heiman. Á föstuögum fær Lúlli bangsi að koma með heim og upplifa heimilislífið. Einnig væri gaman ef barnið kæmi með uppáhaldsleikfang eða hlut að heiman á föstudegi til þess að segja frá í samverustund. Foreldrar geta sent myndir að heiman á minniskubb eða sent okkur myndir í tölvupósti sem við sýnum svo börnunum og barn vikunnar segir frá hvað það er að gera og hverjir eru á myndunum.

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst