Við leggjum áherslu á rannsakandi leikskólastarf og skráningar. Við notum opnar spurningar, "hvað, hvernig og hvers vegna og höfum þær að leiðarljósi í öllu starfi því að þær gefa börnum tækifæri til að skoða og kanna svör sín.
Vil, get og kann eru einkunnarorð skólans og höfum við þau sem leiðarljós í öllu starfi Austurborgar. Að okkar mati eru börn góð, virk, áhugasöm og forvitin og teljum við að öll börn vilji, geti og kunni ef þau fá tækifæri til að gera hlutina sjálf.