Bangsi lúrir

Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.

Tilfiningablús

Ég finn það ofan í maga oohó

ég finn það fram í hendur oohó

ég finn það niður í fætur oohó

ég finn það upp í höfuð oohó.

:,: Ég finn það hér og hér og hér og hér

og hér og hér hvað ég er glöð hér inn í mér :,:

Ég heyri svo vel

 

Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,
ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,
ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,
heyri hárið vaxa,
heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.

Þú finnur það vel, allt færist nær þér,
þú finnur það vel, þú kemur nær mér,
þú finnur það vel, allt fæðist í þér,
andlitin lifna
og húsin dansa
og vindurinn hlær.


A D     E       G   A
Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,
A D     E       G    A
ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,
A D     E       G   A
ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,
   hm
heyri hárið vaxa,
   E
heyri neglurnar lengjast,
       A
heyri hjartað slá.

Þú finnur það vel, allt færist nær þér,
þú finnur það vel, þú kemur nær mér,
þú finnur það vel, allt fæðist í þér,
andlitin lifna
og húsin dansa
og vindurinn hlær.

(Lag og ljóð: Ólafur Haukur Símonarson)

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst