Allir krakkar

Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.

Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.

Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.

(þýskt lag)

Upp á grænum, grænum

Upp á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
- bomm, bomm, bombarombommbomm!
Hún með fiðlu sér við vanga.
Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli!
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst