Jólalög

Á jólunum er gleði og gaman

:/: Á jólunum er gleði og gaman
fúm , fúm, fúm. :/:
:/:Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð,
þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja’ og syngja saman
fúm, fúm, fúm.:/:

:/:Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm.:/:
:/:hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana,
þá mun ríkja gleði o.s.frv.:/:

:/:Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm,:/:
:/: þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið,
þá mun ríkja gleði o.s.frv.:/:

(Spænskt þjóðlag. Ljóð: Friðrik Guðni)

Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneru sér í hring.

(Danskt þjóðlag / Húsgangsþýðing)

Aðventan - Kertasöngur

Spádómskerti.
Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Betlehemskerti.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
sum send´í líking manns.

Hirðakerti.
Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Englakerti.
Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.
 

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst