HEBA

HEBA stendur fyrir samastarf fjögurra leikskóla um að
nálgast starf í anda Reggio Emilia.

Þessir leikskólar eru Hulduheimar, Engjaborg, Brekkuborg
og Austurborg. Nafnið HEBA er dregið af fyrsta stafnum í nafni hvers skóla.

Samstarfið hefur staðið síðan 2008.

Starfsfólk hefur kynnt sér hugmyndafræðina með lestri,
sameiginlegum fyrirlestrum, handleiðslu, miðlun og með heimsóknum í aðra
leikskóla og á milli HEBA-leikskólanna.

Í samstarfinu hefur áhersla verið á að efla: Umhverfi,
efnivið, uppeldisfræðilegar skráningar. lýðræði og sjálfræði barna með nálgun á
starfi í anda Reggio Emilia.

Vorið 2012 var
farið í sameiginlega námsferð til Stokkhólms þar sem starfsfólk kynnti sér
leikskóla sem starfa í anda Reggio Emilia svo og skráningarsetur.

Eftir þá námsferð var ákveðið að vinna með sameiginlegt
þema næstu fjögur árin. Ákveðið var að vinna með frumefnin fjögur þ.e. eldur,
jörð, vatn og loft og að vinna með hvert frumefni í eitt ár.

HEBA-leikskólarnir hafa farið ólíkar leiðir að þemanu og
áhersla er á að fylgja eftir hugmyndum og áhuga barnanna á viðfangsefninu.

 

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst