Reggió Emilia

Leikskólinn Austurborg starfar i anda Reggio–Emilia.  En hún er kennd við borgina Reggio Emilia á Norður- Ítalíu. Hugsuðurinn að baki stefnunnar er sálfræðingurinn Loris Malaguzzi og byggjast hugmyndir hans  t.d. á kenningum John Dewey, Vygotsky og Jean Piagets .

Loris Malaguzzi áleit að börn hefði meðfædda hæfileika til að lesa umhverfi sitt með öllum skilningarvitum og afla sér þannig fróðleiks og þekkingar.  Hann sagði að börn hefðu "100" mál og ætti að hvetja þau til þess að nota öll sín skilningarvit og þá hæfileika sem þau búa yfir. Uppeldisstarfið í anda hans miðar að auganu sem sér og hendinni sem framkvæmir.

John Dewey talaði um mikilvægi samfellu í námi, byggðri á reynslu og forsendum nemandans. Það er undirstaða þess að nemandinn byggi upp reynslu, þekkingu, færni og viðhorf learnig by doing.

Vygotsky sagði að nám ætti sér stað í félagslegu samhengi.  Í þessu sambandi talar hann um ,,svæði mögulegs þroska" eða ,,Zone of proximal development". Svæði mögulegs þroska er það svæði sem er milli þess sem barn getur/skilur sjálft án aðstoðar og þess sem barn getur/skilur með hjálp kennara eða skólafélaga.  Með aðstoð annarra í félagslegu umhverfi lærir barn að hegða sér á vitrænan hátt sem einstaklingur.

Jean Piaget sagði að börn þyrftu að hafa hluti til að læra af en ekki bara bók og blýant. Hann lagði áherslu á uppgötvunarnám.  Börn eru forvitin og læra mest með því að rannsaka umhverfið og byggja þannig upp nýja þekkingu. Barnið lærir með því að byggja ofan á fyrri reynslu og skilning

Barnið

Ein af aðal ástæðum þess að við viljum taka upp þessa hugmyndafræði eru sú virðing, trú og geta sem borin er fyrir börnum. Það tæki sem notað er til þekkingarleitar og fræðslu er allt skapandi starf sem fram fer í skólanum. Því að í gegnum sköpun og listgreinar er gott að ná til barna, hvort sem um er að ræða vinnu með tónlist, myndlist,leikræna tjáningu eða skapandi hugsun.  Í gegn um leik og reynslu er hægt að vinna að öllum námsþáttum. Samræmist það hugmyndum Vygotsky sem segir að allar athafnir sem barnið upplifir í félagslegu samhengi verði að innri reynslu og kunnáttu. Vinnuaðferðirnar sem viðhafðar eru í þessari uppeldisstefnu auðveldar starfmönnum að starfa samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla og einnig að framfylgja lögum um leikskóla.

Í leikskólanum eru lögð áhersla á að börn geti skoðað einn hlut eða málefni út frá mörgum hliðum og hvers kyns rannsóknir eru í hávegum hafðar. Við notum opnar spurningar,"hvað, hvernig og hvers og höfum þær að leiðarljósi í öllu starfi því að þær gefa börnum tækifæri til að skoða og kanna svör sín. Skynjun er börnum mikilvæg til að geta tengt hluti og atburði fyrri reynslu því gefum við börnum færi á að gera sem mest sjálf. Til að efla sjálfstæði barnanna skal varast að stýra skoðunum þeirra heldur örva þau til að tjá reynslu sína og upplifun.

Umhverfið

Umhverfi Austurborgar er sveigjanlegt og meðfærilegt. Við lítum svo á að umhverfið eigi að mótast af þeim börnum sem í skólanum eru hverju sinn og gefum okkur leifi til að horfa á barnið sem er hér og nú. Í umhverfinu innan veggja leikskólans birtist menning hans og fyrir hvað hann stendur. Austurborg er leikskóli í stöðugri þróun, þar sem börn og fullorðnir eru í góðu sambandi hvert við annað.

Skráningar

Skráningar gera starfið sýnilegt og með skráningum er hægt að fylgjast betur með þeirri þróun sem á sér stað í náms- og sköpunarferli barnsins. Ferilmappa barnsins hefur að geyma skráningar sem endurspeglar þau ár sem barnið er í leikskóla og barnið fær möppuna við lok leikskóla. Notast er við ljósmyndaskráningar, tekin eru upp samtöl, ferli skráð í máli og myndum, myndverk barnanna skoðuð.

Leikskólinn Austurborg | Háaleitisbraut 70 | 105 Reykjavík | s: 553 8545 | This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
loginInnskráning | Sendu okkur póst