Starfsáætlun Leikskólans Austurborgar fyrir árið 2021-2022 verður með sama hætti og verið hefur, með fagmannlega unnum og metnaðarfullum markmiðum.
Stefnt er á viðbætur sem munu án efa hafa góð áhrif á daglega starfsemi skólans, bæði fyrir starfsfólk, börn og foreldra. Starfsáætlunin er áfram viðamikil og mennta- og uppeldisstefna markviss.
Framþróun barna á Austurborg er mikil og þrátt fyrir erfiðar aðstæður starfsfólks síðasta árs vegna covid-19 hefur tekist að viðhalda skólastarfi af mikilli fagmennsku. Börnin öðlast víðtæka þekkingu og færni, og eru vel undirbúin fyrir næsta skólastig.
Samstarf við foreldra hefur verið til fyrirmyndar. Vel gengur að mæta þörfum hvers og eins án þess að hvika frá fagmannlegum vinnubrögðum. Góður starfsandi er ríkjandi á Austurborg, jákvæðni og gleði einkennir skólastarfið sem skilar sér til barna og foreldra.
Virðingarfyllst, Hrafnhildur Svansdóttir