Kæru foreldrar
Ég vil biðla til ykkar að fara eftir þessum fyrirmælum varðandi Covid-19 smita. Við erum að reyna allt til að halda leikskólanum gangandi en staðan er sú að nú eru smit komin mjög nálægt okkur þar sem Hvassaleitisskóli hefur þurft að senda börn í úrvinnslusóttkví. Leikskólabörn hafa ekki þroska og getu til að virða sóttvarnareglur og er 2 metra reglan þar með talin. Því verð ég að biðla til ykkar að vinna þetta með okkur svo ekki komi til lokunar.
https://www.heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5842ed67-f75a-11ea-9463-005056bc2afe
Bestu kveðjur,
Hrafnhildur Konný Hákonardóttir
Leikskólastjóri Austurborgar