Í Austurborg starfar foreldrafélag og foreldrar ganga sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins með haustfundi leikskólans, þar sem gjald vetrarins er m.a. ákveðið og starfsemin kynnt.
Hlutverk félagsins er einkum að efla tengsl foreldra og starfsmanna, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldrafélagið stendur aðallega fyrir:
- Leiksýningum
- Páskaeggjaleit
- Vorgleði / fjöruferð
- Útskriftarferð elstu barnanna
- Piparkökumálun
- Jólasveinum
- Kaffihúsið 3 kerti
- Fyrirlestrum o.fl.
Stjórn foreldrafélagsins 2020 - 2021
Fyrir hönd Austurborgar: Agnes Ólafsdóttir - aðst. leikskólastjóri