Starfsdagur Þriðjudaginn 26. Janúar
Þann 26. Janúar verður sameiginlegur starfsdagur
með Hvassaleitisskóla, og verður því skólinn lokaður.
Starfsdagur þann 14. Október
Miðvikudaginn þann 14. Október næstkomandi verður haldinn starfsdagur og leikskólanum lokað.
Varðandi Covid-19, 22 September
Kæru foreldrar
Ég vil biðla til ykkar að fara eftir þessum fyrirmælum varðandi Covid-19 smita. Við erum að reyna allt til að halda leikskólanum gangandi en staðan er sú að nú eru smit komin mjög nálægt okkur þar sem Hvassaleitisskóli hefur þurft að senda börn í úrvinnslusóttkví. Leikskólabörn hafa ekki þroska og getu til að virða sóttvarnareglur og er 2 metra reglan þar með talin. Því verð ég að biðla til ykkar að vinna þetta með okkur svo ekki komi til lokunar.
https://www.heilsugaeslan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5842ed67-f75a-11ea-9463-005056bc2afe
Bestu kveðjur,
Hrafnhildur Konný Hákonardóttir
Leikskólastjóri Austurborgar
Starfsdagur 18 september
Föstudaginn 18. september verður haldinn starfsdagur og leikskólanum því lokað, farið verður yfir skyndihjálp og fleira.
Austurborg 46 ára
Miðvikudaginn 1. júlí varð Austurborg 46 ára. Skólin bauð öllum sem komu að framkvæmdum á skólanum í vetur til veislu til að fagna kláruðu verki og afmæli skólans. Starfsfólk og börn fögnuðu líka deginum með hoppuköstulum, andlitsmálun, sirkus, hamborgurum, ís og fleirra.